Algengar Spurningar

Við erum staðsett í Granda Mathöll og í Mathöll Höfða. Að auki erum við með matartrukk sem keyrir um og er staðsettur á mismunandi stöðum á Höfuðborgarsvæðinu hverju sinni. Það er líka að sjálfsögðu hægt að fá heimsent ef fólk kemst ekki út.

Grandi Mathöll:
Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Grandi Mathöll heimasíða

Mathöll Höfða:
Bíldshöfði 9, Reykjavík
Mathöll Höfða heimasíða

Já, bæði niðrá Granda og uppá Höfða er fjöldi bílastæða. Það eru líka strætóstopp fyrir utan báða staðina fyrir þá sem vilja fá sér kaldan bjór með besta Kjúklingaborgara í heimi :)

Við bjóðum uppá það sem við köllum "Vandað götufæði". Við erum með borgara, vefjur (burrito) ásamt kjúklingastrimlum og nöggum fyrir krakka. Við erum með bæði kjúklingaborgara og veganborgara sem báðir ættu að fá gullverðlaun fyrir Best í Heimi. Við erum svo líka með kjúklingavefju og veganvefju sem ættu að fá Alþjóðlegu Burrítóverðlaunin. Svo erum við með hrikalega góða kjúklingastrimla og nagga sem eiga sér enga líka!

Nei, það þarf ekki að panta borð. Þið bara mætið og finnið ykkur sæti. Það eru nóg af sætum fyrir alla fjölskylduna!

Já það er ofsa gott umhvefi  og þægilegt að vera með börn á stöðunum okkar, bæðu niðrá Granda og uppá Höfða. Að auki erum við með kjúlinganagga sérstaklega fyrir börn. 

Við erum opin alla daga vikunnar, en opnunartímarnir hafa verið ögn breytilegir undanfarið vegna Covid-19. Núna opnar 11:30 alla daga, en lokar á Hörða kl. 21:00 og á Granda kl. 20:00

Við erum síðan alltaf á ferðinni á trukknum frá Fimmtudegi til Sunnudags á milli 17 og 20 og oft í hádeginu líka. Endilega skráðu þig á póstlistan okkar, þá munum við láta þig vita þegar við erum í þínu hverfi á trukknum :)

Já, fyrir takeaway pantar þú hérna í gegnum síðunu og þegar þú ert að ganga frá pöntuninni færðu upp möguleika þar sem þú getur valið ef þú vilt sækja uppá Höfða eða Granda. 

Já við erum sko heldur betur með heimsendingu. Við sendum beint heim í póstnúmer 101, 102, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 112, 113, 170, 200. Verð á heimsendingu er aðeins kr. 2500 og lágmarkspöntun kr. 4580, sem er í raun bara tvær máltíðir. 

Svo erum við líka með heimsendingu til fyrirtækja og stærri hópa, best er að hafa bara beint samband við okkur HÉR ef þú ert á þeim buxunum. 

Ef eitthvað er að pöntuninni geturðu haft samband við okkur í gengum spjall gluggan hérna á síðunni neðst til hægri, sent okkur email á thegastrotruck@gmail.com, eða hringt í okkur í síma 419-4500

Nei, við erum ekki með það. Og sætir það nokurri furðu meðal matelskandi fólks um víða veröld! Að sjálfsögðu ætti Kjúklingaborgarinn okkar að vera með stjörnu eða tvær!

En nú þegar 2022 er gengið í garð, þá vonum að Hr. Michelin sjálfur sjái sér fært að mæta í matartrukkinn okkar og bragða á besta kjúklingaborgara í heimi. Þá hlýtur stjarnan að koma.

Matseðillinn

Við erum ekki með sérstakan barnamatseðil sem slíkan, en við erum með barnarétt sem er Kjúklinganaggar

Við erum með Veganborgara og Veganvefju og báðir þessir réttir eru með mest seldu réttunum á veitingastöðunum Granda Mathöll og Mathöll Höfða. Grænmetisætur útum allan heim hafa valið borgarann Veggie Burger ársins 4 ár í röð!

Við erum með franskar kartöflur sem fylgja með með öllum máltíðum. Einnig er hægt að kaupa þær sérstaklega með HÉR

Við erum með ROSALEGA góðar sósur! Jalapenó sósa, Spicy Mayo, BBQ, og besta íslenska cocktail sósa sem þú hefur nokkurntíman á æfinni smakkað! 

Þegar þú kaupir hér á síðunni geturðu skilið eftir skilaboð með pöntuninni sem eldhúsið hjá okkur fær beint til sín. Þar skaltu taka fram ef það er eitthvað sem þú vilt ekki hafa í máltíðinni.

Nei, við erum ekki með hamborgara með nautakjöti. Við sérhæfum okkur í kjúklingaborgurum og státum okkur af því að hafa bestu kjúklingaborgara landsins! Þeir eru verulega kjötmiklir, stökkir og spicy. Þegar þú hefur bragðað kjúklingaborgarann okkar er afar ólíklegt að þú munir sækjast eftir öðruvísi borgara aftur. 

Veisluþjónusta

Já heldur betur! Við bjóðum uppá veisluþjónustu sem hentar vel í fyrirtækjaveislur, starfsmannapartý, fermingar, brúðkaup, útskriftarveislur og hverskyns samkvæmi. Þú getur sent okkur póst á thegastrotruck@gmail.com eða hringt beint í 771-7877. 

Já hann er örlítið öðruvísi í trukknum hjá okkur. Þú getur fengið allar upplýsingar um veisluþjónustu með því að senda okkur póst á thegastrotruck@gmail.com eða hringt beint í 771-7877. 

Já, við þjónustum hin ýmsu fyrirtæki bæði hvað varðar veisluþjónustu og hádegistmat.

Já eldum hádegismat fyrir fjölda fyrirtækja. Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur póst á thegastrotruck@gmail.com fyrir kl. 16:00 daginn áður, og svo komum við með mat fyrir alla starfsmenn kl 11:3. Athugið að þetta gildir bara þegar pantað er fyrir 10 manns eða fleiri.