Um okkur
The Gastro Truck hóf starfsemi sína 1. júní 2017 sem matarbíll með einn rétt. Við flökkuðum víða og vorum með hádegisopnanir hér og þar um Reykjavíkursvæðið sem fljótlega teygði sig yfir á Akranes og á Selfoss. Við vorum viðstödd á hinum ýmsu hátíðium, fórum að fá bókanir í vinnustaðapartý, brúðkaup og böll svo fátteitt sé nefnt. Með aukinni eftirspurn þurftum við fljótlega að bæta við eldunartækjum sem dugði þó skammt, því ári síðar, 1.júní 2018, opnuðum við stað í Granda Mathöll. Þann 21. Mars 2019 opnuðum við síðan í Mathöll Höfða og hafa undirtektir verið framar okkar björtustu vonum.
The Gastro Truck býður upp á það sem á útlenskunni kallast „upper class street food“ eða vandað götufæði. Við leggjum áherslu á ferskt og gott hráefni þar sem allt er búið til frá grunni eftir okkar eigin uppskrift. Fram að þessu höfum við ekkert verið að flækja hlutina og bjóðum upp á Crispy Spicy kjúklingaborgara og Crispy Spicy Veganborgara. Einföld og góð samsetning af stökku og safaríku kjöti, brakandi fersku salati og Jalapenio sósu sem hefur gjörsamlega slegið í gegn.